11. janúar 2009 | Innlent - greinar | 150 orð | 1 mynd

Sigurjón Kjartansson

Í júní 1969 Lítill og krúttlegur.
Í júní 1969 Lítill og krúttlegur.
Sigurjón Kjartansson fæddist 20. september 1968 og er sonur hjónanna Kjartans Sigurjónssonar og Bergljótar S. Sveinsdóttur. Hann varð landsþekktur tónlistarmaður með rokkhljómsveitinni Ham. Ennfremur er hann þekktur sem annað höfuð Tvíhöfða .
Sigurjón Kjartansson fæddist 20. september 1968 og er sonur hjónanna Kjartans Sigurjónssonar og Bergljótar S. Sveinsdóttur.

Hann varð landsþekktur tónlistarmaður með rokkhljómsveitinni Ham. Ennfremur er hann þekktur sem annað höfuð Tvíhöfða. Síðari ár hefur hann snúið sér meira að skrifum, ekki síst fyrir sjónvarp.

Hann er meðhöfundur sjónvarpsþáttanna Pressu og Svartra Engla. Næsta sunnudag fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá fyrsta þáttinn í nýju lögfræðidrama sem ber nafnið Réttur. Sigurjón er einn þriggja handritshöfunda. Þá átti Sigurjón drjúgan hlut í Áramótaskaupinu 2008.

Ennfremur er Sigurjón meðhöfundur einleiksins Sannleikurinn, ásamt Pétri Jóhanni Sigfússyni, en leikritið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun næsta mánaðar.

Sigurjón lætur hér ekki staðar numið í sjónvarpsþáttagerð því næsta haust byrjar í sýningum hjá Stöð 2 gamansería í 12 þáttum, sem ber nafnið Ástríður, en hana skrifar Sigurjón ásamt Ilmi Kristjánsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og leikstjóranum Silju Hauksdóttur.

ingarun@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.