21. júlí 2009 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Andlát

Ívar Stefánsson

Ívar Stefánsson, bóndi í Haganesi, varð bráðkvaddur sl. föstudag úti á Mývatni. Hann hafði farið á vatn og hugðist leggja net sín en þegar hann skilaði sér ekki til lands var farið að huga að honum og fannst hann látinn í bátnum með net í hendi.
Ívar Stefánsson, bóndi í Haganesi, varð bráðkvaddur sl. föstudag úti á Mývatni. Hann hafði farið á vatn og hugðist leggja net sín en þegar hann skilaði sér ekki til lands var farið að huga að honum og fannst hann látinn í bátnum með net í hendi.

Ívar fæddist 8. október 1927. Foreldrar hans voru Stefán Helgason frá Haganesi og Áslaug Sigurðardóttir frá Arnarvatni.

Ívar tók við búinu í Haganesi af foreldrum sínum og bjó þar alla sína starfsævi. Hann var landpóstur í Mývatnssveit. Ívar var lipur göngumaður og góður veiðimaður sem fór sínar eigin leiðir við veiðar.

Ívar var á yngri árum einn fræknasti skíðagöngumaður Íslendinga og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Ósló 1952, einnig gekk hann Vasa-göngu á sama ári. Hann varð eitt sinn Íslandsmeistari í 30 km göngu.

Eftirlifandi eiginkona Ívars er Birna Björnsdóttir frá Ísafirði, þeim varð fjögurra barna auðið og lifa þau öll föður sinn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.