11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fótbolti

Eggert aftur í slaginn og æfir með FH-ingum

Fótboltamaðurinn Eggert Stefánsson á ekki langt að sækja þrautseigjuna, enda bróðir Ólafs handboltakappa og Jóns Arnórs körfuboltahetju.
Fótboltamaðurinn Eggert Stefánsson á ekki langt að sækja þrautseigjuna, enda bróðir Ólafs handboltakappa og Jóns Arnórs körfuboltahetju. Eggert ákvað að leggja fótboltaskóna á hilluna fyrir hálfu þriðja ári vegna alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Fram en þá sleit hann krossband í hné. Nú ætlar Eggert að reyna fyrir sér í fótboltanum á ný og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Eggert hefur nú hafið æfingar með Íslandsmeisturum FH.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.