Öskur Úr hrollinum Scream 4.
Öskur Úr hrollinum Scream 4.
Ekkert lát virðist ætla að verða á framleiðslu hryllingsmynda í Scream-bálkinum. Hryllingsmyndaleikstjórinn Wes Craven hefur nú greint frá því að sú fimmta sé á leiðinni og hugsanlega sú sjötta.
Ekkert lát virðist ætla að verða á framleiðslu hryllingsmynda í Scream-bálkinum. Hryllingsmyndaleikstjórinn Wes Craven hefur nú greint frá því að sú fimmta sé á leiðinni og hugsanlega sú sjötta. Craven leikstýrði þeirri síðustu, Scream 4, og segir frá því að þegar hann hafi hafið vinnu við hana hafi tvær myndir í viðbót verið á teikniborðinu. Hugmyndin að fjórðu myndinni hefði verið sú að hún væri sú fyrsta í nýjum Scream-þríleik. Craven segir það velta á gengi Scream 4 hvort fleiri verði gerðar, þ.e. hversu mikið framleiðendur græddu á henni. Hún kostaði þá um 40 milljónir dollara en tekjur af henni námu um 100 milljónum. Af því má líklega ráða að fleiri Öskur séu væntanleg, unnendum Öskra til gleði.