— Morgunblaðið/Ómar
Stuðmenn hafa margsinnis haldið stórtónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi en tónleikarnir sunnudaginn 4. ágúst eiga að verða þeir glæstustu til þessa.
Stuðmenn hafa margsinnis haldið stórtónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi en tónleikarnir sunnudaginn 4. ágúst eiga að verða þeir glæstustu til þessa. Félagarnir Ragnhildur, Egill, Valgeir, Jakob, Tómas og Ásgeir njóta ekki bara liðsinnis þriggja gæruklæddra söng-Grýlna, gítarsnillingsins Guðmundar Péturssonar og hljómborðs- og slagverksmeistarans Eyþórs Gunnarssonar, heldur munu æskulýðshetjurnar Sveppi og Villi bæði syngja og stíga villtan gó-gódans með Stuðmönnum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og lýkur kl. 22.