15. febrúar 1950 Ísland leikur sinn fyrsta landsleik í handknattleik karla, gegn Svíum í Lundi í Svíþjóð. Þar átti Ísland að vera á meðal þátttökuþjóða í heimsmeistarakeppninni, sem féll síðan niður vegna dræmrar þátttöku.

15. febrúar 1950

Ísland leikur sinn fyrsta landsleik í handknattleik karla, gegn Svíum í Lundi í Svíþjóð. Þar átti Ísland að vera á meðal þátttökuþjóða í heimsmeistarakeppninni, sem féll síðan niður vegna dræmrar þátttöku. Svíar vinna örugglega, 15:7, en Sveinn Helgason er markahæstur með 3 mörk. Sigurður Magnússon þjálfar liðið í þessum fyrsta landsleik.

15. febrúar 2006

Dagný Linda Kristjánsdóttir hafnar í 23. sæti af 44 keppendum í bruni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Tórínó. „Ég er alveg í sjöunda himni og brosi allan hringinn,“ segir Dagný við Morgunblaðið en hún stefndi á að komast í hóp 30 efstu.

16. febrúar 1899

Fyrsta knattspyrnufélag á Íslandi er stofnað í Reykjavík þennan dag. Það hlýtur nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur, enda var orðið „knattspyrna“ ekki til í íslensku máli fyrr en rúmum áratug síðar. Nafni félagsins er síðar breytt í Knattspyrnufélag Reykjavíkur, eða KR. „Sagan segir að félagið hafi verið stofnað formlega í verslun Guðmundur Olsens í Aðalstræti, en þar kom saman hópur drengja sem skutu saman fé til boltakaupa,“ segir í ágripi á vef KR.