Undirbúið fyrir undirdjúpin Skipstjórinn Dennis frá Lettlandi til vinstri og Ársæll háseti gera allt klárt fyrir veiðar á bláskel í Hvalfirðinum.
Undirbúið fyrir undirdjúpin Skipstjórinn Dennis frá Lettlandi til vinstri og Ársæll háseti gera allt klárt fyrir veiðar á bláskel í Hvalfirðinum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þeir Dennis og Ársæll voru að gera klárt fyrir veiðiferð í Hvalfjörð þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í Reykjavíkurhöfn í gær. Í Hvalfirðinum veiða þeir bláskel og hafa gert undanfarin þrjú ár.

Þeir Dennis og Ársæll voru að gera klárt fyrir veiðiferð í Hvalfjörð þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í Reykjavíkurhöfn í gær. Í Hvalfirðinum veiða þeir bláskel og hafa gert undanfarin þrjú ár.

„Við höfum ekki verið að brasa með spotta og annað, sjáum engan tilgang í því. Við förum og veiðum,“ segir Davíð Freyr Jónsson, eigandi bátsins Fjólu sem gerður er út á þessar veiðar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð haslað sér völl í útgerðinni og á fyrirtæki hans tvo báta.

Davíð segir að skelin liggi á botninum og er hún veidd með plóg. „Við höfum haft fjögur til átta tonn sem fer allt á innanlandsmarkað enda herramannsmatur,“ segir Davíð.