Björgunarsveit Félagarnir í björgunarsveitinni Stefáni eru ávallt viðbúnir.
Björgunarsveit Félagarnir í björgunarsveitinni Stefáni eru ávallt viðbúnir. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Birkir Fanndal Mývatnssveit Næg verkefni eru hjá björgunarsveitarfólki í Mývatnssveit um þessar mundir. Björgunarsveitin Stefán leggur til starfsmenn við kvikmyndaverkefni í sveitinni og er ávallt reiðubúin í útköll þegar á þarf að halda.

Birkir Fanndal

Mývatnssveit

Næg verkefni eru hjá björgunarsveitarfólki í Mývatnssveit um þessar mundir. Björgunarsveitin Stefán leggur til starfsmenn við kvikmyndaverkefni í sveitinni og er ávallt reiðubúin í útköll þegar á þarf að halda.

Þeir Anton Birgisson, Guðjón Vésteinsson og Kristján Steingrímsson, formaður björgunarsveitarinnar, voru nýkomnir úr útkalli þar sem þeir björguðu ferðamanni upp úr sprungu við Leirhnjúk, en sá hafði fallið niður um snjóloft eina þrjá metra. Lenti hann í fönn, sem forðaði alvarlegu slysi, en hann sló höfðinu utan í klettavegginn við fallið. Þegar myndin var tekin voru þeir félagar önnum kafnir við fylla sleðana af eldsneyti áður en þeir fóru viðstöðulaust inn í Herðubreiðarlindar að sækja kindur sem vitað var um þar.