Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, boðaði í gær bann við búrkum sem svar við mikilli reiði vegna tveggja árása íslamskra vígamanna í landinu. Verði bannið að veruleika mun það ná til ríkisbygginga, dómsala og skóla.

Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, boðaði í gær bann við búrkum sem svar við mikilli reiði vegna tveggja árása íslamskra vígamanna í landinu.

Verði bannið að veruleika mun það ná til ríkisbygginga, dómsala og skóla. Einnig yrðu búrkur bannaðar við mótmæli og við akstur. Ráðherrann sagði að bannið væri ekki vegna öryggisógnar, heldur væri það fyrirbyggjandi aðgerð.

Sveitarfélög í Frakklandi bönnuðu búrkur nýverið og hlaut bannið misjafnar undirtektir þar í landi.