Í nýja sjúkra-/sjúklingahótelinu á lóð Landspítalans eru 75 herbergi á fjórum hæðum. Um er að ræða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Núverandi áfangi er 4.258 fermetrar að stærð.

Í nýja sjúkra-/sjúklingahótelinu á lóð Landspítalans eru 75 herbergi á fjórum hæðum. Um er að ræða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi.

Núverandi áfangi er 4.258 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að hótelið geti stækkað til norðurs um 40 herbergi og verði þá fullbyggt um 115 herbergi.

Hótelherbergin geta nýst ólíkum þörfum gesta, segir í skýrslu starfshópsins. Þau eru þannig gerð að mismunandi uppröðun lausra húsgagna (rúm, náttborð og stólar) er auðveld til að fullnægja ólíkum þörfum.

Herbergjum hótelsins er skipt í þrjár gerðir; einstaklingsherbergi fyrir eitt eða tvö rúm, herbergi fyrir fatlað fólk og fjölskylduherbergi. Á hverri hæð eru fjögur herbergi sem eru samtengd tvö og tvö til að fullnægja þörfum stærri fjölskyldna. Veitingasalur hótelsins rúmar 40-50 gesti í einu.