— AFP
Óvæntir matargestir skutu upp kollinum í Lincoln Center í New York í fyrradag, þegar hin árlega „Diner en Blanc“-matarveisla var haldin þar.
Óvæntir matargestir skutu upp kollinum í Lincoln Center í New York í fyrradag, þegar hin árlega „Diner en Blanc“-matarveisla var haldin þar. Veislan er með heldur óvenjulegu sniði, þar sem staðsetningu hennar er haldið leyndri þar til á síðustu stundu. Gestirnir mæta með eigin mat í matarkörfu og er uppálagt að klæðast hvítu frá toppi til táar, auk þess sem dúkar, borð og stólar eru einnig í hvítu.