14. maí 1996 | Íþróttir | 229 orð

Úrvalsdeildin í einn riðil ÚRVALSDEILD

ÚRVALSDEILDIN í körfuknattleik verður leikin í einum riðli næsta vetur. Tvöföld umferð verður, heima og að heiman og síðan hefst úrslitakeppni átta efstu liða eins og verið hefur. Áður en undanúrslitin hefjast verður liðunum raðað aftur í samræmi við lokaniðurstöðu í deildarkeppninni og skal það lið sem var efst af þeim liðum sem eftir eru, leika við það sem varð neðst.
Úrvalsdeildin í einn riðil

ÚRVALSDEILDIN í körfuknattleik verður leikin í einum riðli næsta vetur. Tvöföld umferð verður, heima og að heiman og síðan hefst úrslitakeppni átta efstu liða eins og verið hefur. Áður en undanúrslitin hefjast verður liðunum raðað aftur í samræmi við lokaniðurstöðu í deildarkeppninni og skal það lið sem var efst af þeim liðum sem eftir eru, leika við það sem varð neðst. Með þessu er tryggt að lið fái eitthvað fyrir góðan árangur í deildarkeppninni.

Hin fjögur fræknu

ÁKVEÐIÐ var á ársþingi KKÍ að stofna til nýrrar keppni í haust og ber hún nafnið fyrirtækjabikarinn. Þar taka þátt liðin 12 úr úrvalsdeildinni og fjögur efstu liðin úr 1. deildinni. Liðunum er raðað niður eftir ákveðnum reglum og leikið er heima og að heiman, bæði í 16-liða og 8-liða úrslitum. Þegar fjögur lið eru eftir verður helgi hinna fjögurra fræknu þar sem undanúrslitaleikirnir verða leiknir á fimmtudegi og úrslitaleikurinn á laugardegi.

Haukar og UMFG í fyrsta leik

BIKARMEISTARAR Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Grindvíkinga í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í haust, en dregið var um töfluröð á ársþingi KKÍ um helgina. Aðrir leikir í fyrstu umferð verða Njarðvík og Breiðablik, KR og ÍA, Keflavík og ÍR, Þór og Tindastóll og Skallagrímur tekur á móti Ísfirðingum. Í 1. deild karla leika í fyrstu umferð Stafholtstungur og Valur, ÍS og Selfoss, Snæfell og Leiknir, Stjarnan og Höttur og Þór og Reynir.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.