14. maí 1996 | Minningargreinar | 358 orð

ELÍSABET SVEINSDÓTTIR BJÖRNSSON

ELÍSABET SVEINSDÓTTIR BJÖRNSSON

Elísabet Sveinsdóttir fæddist í Kaupmannahöfn hinn 22. júní 1922. Hún lést á hjartadeild Borgarspítalans hinn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Björnsson sendiherra og síðar forseti og Georgía Björnsson, f. Hoff-Hansen. Systkini Elísabetar voru þau Björn Sv. Björnsson, f. 1909, Anna Katherine Aagot Patursson, f. 1911, Henrik Sv. Björnsson, f. 1914, Sveinn Christen Björnsson, f. 1917, og Ólafur Sv. Björnsson, f. 1919. Björn lifir Elísabetu systur sína, en hin systkinin eru látin. Elísabet giftist Davíð S. Jónssyni forstjóra hinn 18. maí 1946 og var brúðkaup þeirra haldið á Bessastöðum. Elísabet helgaði sig heimili sínu og uppeldi sex barna sinna. Um þrjátíu ára skeið var heimili þeirra Davíðs í Þingholtsstræti 31 og var þar mikill gestagangur. Börn þeirra Elísabetar og Davíðs eru: 1) Guðrún Davíðsdóttir, f. 1944. Hún á þrjár dætur, Elínu Sigríði, f. 1973, Elísabetu, f. 1975 og Lilju Dögg, f. 1983. 2) Erla Davíðsdóttir, f. 1947, gift Jóhanni Birgi Guðmundssyni. Þau eiga þrjú börn, Katrínu Sigfríði, f. 1968, Davíð Smára, f. 1976 og Karenu Sóleyju, f. 1977. 3) Sigríður Davíðsdóttir, f. 1950. Hún á tvö börn, Georgíu Olgu, f. 1979, og Davíð Tómas, f. 1988. 4) Sveinn Georg Davíðsson, f. 1953. 5) Jón Pálmi Davíðsson, f. 1955. 6) Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, f. 1965. Hún á tvö börn, Lindu Björgu, f. 1989, og Kjartan, f. 1995. Sambýlismaður hennar er Már Björgvinsson. Elísabet Dolinda er dóttir Ólafs bróður Elísabetar og konu hans Dolindu Tanner sem bæði eru látin. Hún ólst upp hjá þeim Elísabetu og Davíð frá barnæsku og er kjördóttir þeirra. Elísabet ólst upp í Danmörku og stundaði þar barna- og gagnfræðaskólanám. Sautján ára að aldri fluttist hún til Íslands vegna styrjaldarinnar sem þá geisaði í Evrópu. Hún bjó fyrst hjá Ingibjörgu Claessen Þorláksson eða þar til móðir hennar kom heim með Esjunni frá Petsamo. Faðir hennar kom heim með viðkomu á Ítalíu og í New York og fluttust þau til Bessastaða er faðir hennar tók við starfi ríkisstjóra árið 1941. Þá um vorið varð Elísabet stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir stúdentspróf dvaldist hún meðal annars í Bandaríkjunum. Útför Elísabetar Sveinsdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.