SIGRÍÐUR ÞÓRUNN GUNNARSDÓTTIR

Sigríður Þórunn Gunnarsdóttir fæddist 20. ágúst 1901 á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 27. júní sl. Foreldrar hennar voru Gunnar Gunnarsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð og Þórunn Björnsdóttir frá Móeiðarhvolshjáleigu í Hvolhreppi. Sigríður missti móður sína 10 daga gömul og var tekin í fóstur af hjónunum Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Jóni Jónssyni í Norðurkoti á Eyrarbakka og gengu þau henni í foreldra stað. Sigríður átti tvær hálfsystur samfeðra, Guðbjörgu frá Lambalæk í Fljótshlíð og Ingibjörgu sem bjó í Hafnarfirði, sem báðar eru látnar. Sigríður giftist 30. maí 1925 Marel Oddgeiri Þórarinssyni frá Nýjabæ á Eyrarbakka og hófu þau búskap í Einarshöfn og bjuggu þar alla tíð. Marel lést 11. janúar 1981 og bjó Sigríður ein í Einarshöfn þar til hún fluttist á Dvalarheimili aldraðra á Sólvöllum á Eyrarbakka. Börn þeirra: 1) Ingibjörg Jóna, f. 29. ágúst 1925, d. 8. nóvember 1994, maki Friðþjófur Björnsson og eignuðust þau 5 börn, 2) Guðfinnur, f. 24. janúar 1927, d. 6. ágúst 1963, 3) Guðni, f. 30 september 1937, maki Jóna Ingvarsdóttir og eru börn þeirra fjögur. Útför Sigríðar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00.