Það lítur vel út með bata og allt er samkvæmt áætlun. Í gær æfði ég létt með aðalliðinu og þar tók ég þátt í reitaknattspyrnu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi. Hann ökklabrotnaði sem kunnugt er í landsleik með 18 ára landsliðinu gegn Írum í byrjun maí.
Eiður Smári

æfði með aðalliði PSV Það lítur vel út með bata og allt er samkvæmt áætlun. Í gær æfði ég létt með aðalliðinu og þar tók ég þátt í reitaknattspyrnu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi. Hann ökklabrotnaði sem kunnugt er í landsleik með 18 ára landsliðinu gegn Írum í byrjun maí. "Ég reikna með að gangi allt jafnvel í framhaldinu og það hefur gert hingað til geti ég farið að leika með PSV eftir tvo til þrjá mánuði."

Eiður sagðist hafa byrjað að æfa 11. júli er hann kom úr leyfi og hefur frá þeim tíma verið hjá einkaþjálfara og verður áfram. "Æfingarnar hafa aðallega verið styrkjandi fyrir ökklann og einnig fyrir kálfann sem hefur rýrnað mikið. En þetta tekur allt sinn tíma og einnig er málmplata í ökklanum sem ekki verður tekin fyrr en um áramót.

Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir bæði líkamlega og, einkum þó, andlega. Ég er orðinn hungraður að negla í fótbolta en verð að bíða enn um sinn."

Eiður sagði ennfremur að hann væri eini leikmaðurinn í PSV liðinu sem væri meiddur. Liðið hefði byrjað vel og væri af mörgum spáð meistaratitlinum í vor. Meistarar undanfarinna ára, Ajax, hafa að sama skapi byrjað illa og virtust eiga í nokkrum vanda nú vegna meiðsla margra leikmanna. "Ég hef mikla trú á að okkur takist að sigra."

Eiður Smári