29. maí 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Tíu ára fangelsisvist fyrir manndráp

NÍTJÁN ára maður, Sigurgeir Bergsson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa svipt stjúpföður sinn lífi að morgni 1. janúar síðastliðins að heimili þeirra í Sandgerði. Ákærði undi dómnum sem verður ekki áfrýjað af ákæruvaldinu, og hefur hinn ákærði hafið afplánun á refsingunni. Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari.
Tíu ára fangelsisvist fyrir manndráp

NÍTJÁN ára maður, Sigurgeir Bergsson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa svipt stjúpföður sinn lífi að morgni 1. janúar síðastliðins að heimili þeirra í Sandgerði. Ákærði undi dómnum sem verður ekki áfrýjað af ákæruvaldinu, og hefur hinn ákærði hafið afplánun á refsingunni. Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari.

Í dómnum kemur m.a. fram að hinn ákærði hafi játað að hafa valdið dauða stjúpföður síns með því að stinga byssusting á kaf framan á miðjan háls hans þannig að honum blæddi út, en stingurinn gekk 15 sm inn í brjóstholið svo að vinstri slagæð skarst í sundur. Fram kemur að ákærði hafi ekki skýrt ástæðu fyrir verknaði sínum, en fyrir liggi að hann hafi stungið stjúpföður sinn í hálsinn eftir að hafa reiðst við hann.

Samkvæmt ályktun geðlæknis telst hinn ákærði vera sakhæfur, en í dómnum segir að taka beri tillit til hins unga aldurs ákærða og að hann hafi vegna erfiðra uppeldisaðstæðna vart komist til fulls þroska sem maður. Einnig beri að líta til þess að eftir að rannsókn málsins hófst hafi ákærði skýrt hreinskilningslega frá atvikum á verknaðinum.

Frá refsingu ákærða dregst gæsluvarðhaldsvist frá 2. janúar til 28. maí síðastliðins. Hann var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun í ríkissjóð, 115.000 kr. og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, Arnar Clausen hrl., 130.000 kr. auk virðisaukaskatts, og 116.250 kr. auk virðisaukaskatts í þóknun til Vilhjálms Þórhallssonar hrl, skipaðs verjanda hins ákærða við frumrannsókn málsins.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.