AKUREYRSKT sendiráð hefur verið sett á stofn í Reykjavík. Nýskipaður sendiherra "Sambandslýðveldisins Akureyrar", Sigmundur Ernir Rúnarsson, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra trúnaðarbréf sitt um helgina við hátíðlega athöfn. Viðstaddir voru ýmsir áhrifamenn úr reykvísku atvinnu- og stjórnmálalífi.

Akureyrskt sendiráð í Reykjavík

AKUREYRSKT sendiráð hefur verið sett á stofn í Reykjavík. Nýskipaður sendiherra "Sambandslýðveldisins Akureyrar", Sigmundur Ernir Rúnarsson, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra trúnaðarbréf sitt um helgina við hátíðlega athöfn. Viðstaddir voru ýmsir áhrifamenn úr reykvísku atvinnu- og stjórnmálalífi. Akureyrskir skemmtikraftar sýndu listir sínar og framleiðsluvörur og náttúrugæði Sambandslýðveldisins voru kynnt.

Starf Sigmundar Ernis verður ekki svo annasamt að hann þurfi að láta af öðrum störfum sínum, en að sögn Guðmundar Birgis Heiðarssonar, Ferðamála- og utanríkisráðherra Sambandslýðveldisins, mun þó sendiráðið standa fyrir ýmsum uppákomum á næstunni.

Morgunblaðið/Golli

HERRA Sigmundur Ernir Rúnarsson sendiherra afhendir reykvíska ríkisstjóranum frú Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur trúnaðarbréf sitt.