31. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Haraldur Johannessen skipaður ríkislögreglustjóri

DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Harald Johannessen varalögreglustjóra til þess að vera ríkislögreglustjóri frá og með 1. febrúar

DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Harald Johannessen varalögreglustjóra til þess að vera ríkislögreglustjóri frá og með 1. febrúar 1998. Haraldur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída árið 1983­1984.

Haraldur Johannes-

sen skipaður

ríkislögreglustjóri

DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Harald Johannessen varalögreglustjóra til þess að vera ríkislögreglustjóri frá og með 1. febrúar 1998.

Haraldur lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída árið 1983­1984. Haraldur starfaði sem aðstoðarmaður forstjóra ÍSAL frá 1984­1986 og sem lögfræðingur hjá embætti ríkislögmanns frá 1986­1988. Hann var fangelsismálastjóri frá stofnun Fangelsismálastofnunar ríkisins 1. október 1988 og þar til í upphafi árs 1997 að hann hóf undirbúning að starfi embættis varalögreglustjóra í Reykjavík sem hann tók við hinn 1. júlí sl.

Haraldur tekur við embætti ríkislögreglustjóra af Boga Nilssyni sem tók við embætti ríkissaksóknara um áramót.

Haraldur Johannessen fæddist í Reykjavík 25. júní 1954, sonur Hönnu og Matthíasar Johannessen. Eiginkona hans er Brynhildur Ingimundardóttir. Þau eiga þrjú börn, Matthías, Kristján og Önnu.

Auk Haraldar sóttu sjö um embætti ríkislögreglustjóra, þau Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, Georg Kr. Lárusson sýslumaður, Hjördís Björk Hákonardóttir héraðsdómari, Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, Valtýr Sigurðsson héraðsdómari og Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.