30. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 204 orð

Fjörugur dans Dansinn

Drama

Framleiðsla: Ágúst Guðmundsson. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Handrit: Kristín Atladóttir og Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Ernest Vincze. Tónlist: Kai Dorenkamp, Jürgen Peukert og Rainer Grüenbaum. Aðalhlutverk: Gunnar Helgason, Baldur Trausti Hermannsson, Pálína Jónsdóttir og Dofri Hermannsson. 87 mín. Íslensk. Háskólabíó, apríl 1999. Öllum leyfð

Fjörugur

dans Dansinn Drama Framleiðsla: Ágúst Guðmundsson. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Handrit: Kristín Atladóttir og Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Ernest Vincze. Tónlist: Kai Dorenkamp, Jürgen Peukert og Rainer Grüenbaum. Aðalhlutverk: Gunnar Helgason, Baldur Trausti Hermannsson, Pálína Jónsdóttir og Dofri Hermannsson. 87 mín. Íslensk. Háskólabíó, apríl 1999. Öllum leyfð ÍSLENSK kvikmyndagerð er ung og lítið þroskuð miðað við stórar erlendar iðnaðarstofnanir sem ráða kvikmyndanarkaðnum. Nýjasta kvikmynd Ágústs Guðmundssonar er án efa ein af betri myndum sem gerðar hafa verið hér á landi. Handritið er aldrei þessu vant ágætlega unnið og er það helsti kostur myndarinnar. Sagan minnir töluvert á hina frábæru dönsku mynd "Babettes gestebud" og segir frá litlu samfélagi þar sem átök verða milli trúarviðhorfa og lífsnautnahyggju. Persónusköpun er nostursamlega unnin og vel útfærð, bæði hvað varðar leik og leikstjórn. Samtöl eru misjöfn að gæðum, allt frá því að vera slök og yfir í það besta sem þekkist í íslenskum myndum og frásögnin er brotin upp á skemmtilegan hátt með ótal smáatvikum sem létta hana í vöfum. Framsögn íslenskra leikara í kvikmyndum hefur verið einn af hvimleiðustu kvillum greinarinnar. Hér er hún misjöfn en óvenju góð í heildina séð. "Dansinn" er besta íslenska kvikmynd síðustu ára og vekur vonir um bjartari framtíð greininni til handa. Guðmundur Ásgeirsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.