RÚSSNESKI togarinn Kolomenskoye kom til Reykjavíkurhafnar í vikunni til að taka troll og hlera. Áður en haldið var á miðin var tíminn nýttur til að lappa aðeins upp á útlitið. Að sögn Jónasar Ragnarssonar hafnsögumanns er mikið af skipum í gömlu höfninni í Reykjavík þessa dagana og ástandið þannig að nánast skapast vandamál þegar ný skip koma til hafnar.
Annir í

höfninni

RÚSSNESKI togarinn Kolomenskoye kom til Reykjavíkurhafnar í vikunni til að taka troll og hlera. Áður en haldið var á miðin var tíminn nýttur til að lappa aðeins upp á útlitið.

Að sögn Jónasar Ragnarssonar hafnsögumanns er mikið af skipum í gömlu höfninni í Reykjavík þessa dagana og ástandið þannig að nánast skapast vandamál þegar ný skip koma til hafnar. Jónas sagði að það hefði aukist nokkuð að erlend skip, oft í eigu Íslendinga, komi til hafnar að sækja ýmiss konar þjónustu. Hann sagði að flest þessara skipa væru á veiðum við Reykjaneshrygginn.

Morgunblaðið/RAX