SKAFTI Björnsson er langefstur í einmenningnum sem nú stendur yfir en hann spilar fyrir Ofnasmiðjuna. Skafti er með 77 stig yfir meðalskor. Flosi Ólafsson er annar með 42 en hann spilar fyrir Ísól, Björn Stefánsson þriðji með 32. Björn spilar fyrir Landvélar og Guðlaugur Nielsen er fjórði með 30 en hann spilar fyrir Seglagerðina Ægi. Með sömu skor er Árni Kristjánsson sem spilar fyrir Visa.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hreyfils

SKAFTI Björnsson er langefstur í einmenningnum sem nú stendur yfir en hann spilar fyrir Ofnasmiðjuna. Skafti er með 77 stig yfir meðalskor. Flosi Ólafsson er annar með 42 en hann spilar fyrir Ísól, Björn Stefánsson þriðji með 32. Björn spilar fyrir Landvélar og Guðlaugur Nielsen er fjórði með 30 en hann spilar fyrir Seglagerðina Ægi. Með sömu skor er Árni Kristjánsson sem spilar fyrir Visa.

Sigurður og Flosi unnu vortvímenninginn nokkuð örugglega, hlutu skorina 689. Jón og Skafti urðu í öðru sæti með 643 og feðginin Guðlaugur og Anna þriðju með 629.