6. október 1999 | Minningargreinar | 250 orð

KENNETH DEAN NELSON

KENNETH DEAN NELSON

Kenneth Dean Nelson fæddist í Cedar Rapids, Iowa, 12. nóvember 1941. Hann lést eftir löng og erfið veikindi á heimili sínu í Choteau, Montana, hinn 3. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Clair og Harvey Nelson, Cedar Rapids, Iowa. Bróðir hans er Michael Nelson, New York borg, New York, tvær systur hans eru Patricia Koch, Oklahoma borg, Oklahoma, og Linda Dreier, San Antonio, Texas. Kenneth bjó hér á landi á sjöunda áratugnum. Eftirlifandi eiginkona hans, Eygló Hulda Valdimarsdóttir Nelson, er fædd í Sandgerði 23. nóvember 1949. Fjögur börn þeirra eru: 1) Ester Ellen Nelson Petterle, fædd í Cedar Rapids, Iowa, 25. júlí 1973. Maður hennar er Joseph S. Petterle, fæddur 31. mars 1968. Sonur Ester er Schad Christian, fæddur í North Platte, Nebraska, 21. júlí 1993, og sonur Ester og Joseph er Joseph S. II, fæddur í Sparks, Nevada, 8. september 1999. 2) Connie Lynn Nelson, fædd í Gothenburg, Nebraska, 11. nóvember 1976. 3) Kristy Dee Nelson, fædd í Billings, Montana, 2. október 1979. 4) Kenneth Dean Nelson II, fæddur í Billings, Montana, 27. mars 1981. Einnig lætur Kenneth Dean Nelson eftir sig soninn Harald Dean Nelson, fæddan í Keflavík 24. júní 1965, sem Kenneth átti með Bertu Guðbjörgu Rafnsdóttur, þáverandi sambýliskonu sinni. Sambýliskona Haraldar Dean er Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, fædd á Ólafsfirði 31. mars 1966. Börn þeirra eru Gunnar Lúðvík, fæddur á Akureyri 28. júlí 1988, og María Dögg, fædd í Reykjavík 15. janúar 1992. Útför Kenneth Dean Nelson fór fram í Choteau, Montana, hinn 9. september.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.