Vilhjálmur Árnason fæddist í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentssprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1973. BA-prófi í heimspeki og almennri bókmenntasögu lauk hann frá Háskóla Íslands 1978 ásamt prófi til kennsluréttinda í þeim greinum.

Vilhjálmur Árnason fæddist í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentssprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1973. BA-prófi í heimspeki og almennri bókmenntasögu lauk hann frá Háskóla Íslands 1978 ásamt prófi til kennsluréttinda í þeim greinum. Doktorsprófi í heimspeki lauk Vilhjálmur frá Purdue-háskóla í Indianaríki í Bandaríkjunum árið 1982. Hann hefur starfað frá 1983 við Háskóla Íslands og er þar nú prófessor í heimspeki. Vilhjálmur er kvæntur Önnu J. Briem kennara og eiga þau samtals fjögur börn.

Vilhjálmur Árnason fæddist í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentssprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1973. BA-prófi í heimspeki og almennri bókmenntasögu lauk hann frá Háskóla Íslands 1978 ásamt prófi til kennsluréttinda í þeim greinum. Doktorsprófi í heimspeki lauk Vilhjálmur frá Purdue-háskóla í Indianaríki í Bandaríkjunum árið 1982. Hann hefur starfað frá 1983 við Háskóla Íslands og er þar nú prófessor í heimspeki. Vilhjálmur er kvæntur Önnu J. Briem kennara og eiga þau samtals fjögur börn.

MÁLÞING á vegum Siðfræðistofnunar HÍ, Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Framkvæmdastjórnar árs aldraðra verður haldið í hátíðasal í aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 26. nóvember nk. klukkan 14. Páll Skúlason mun opna málþingið. Þar verður til umfjöllunar sjálfsákvörðunarréttur aldraðra í íslensku samfélagi. Vilhjálmur Árnason er formaður stjórnar Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og heldur hann ásamt Ástríði Stefánsdóttur dósent og lækni erindi á málþinginu sem þau kalla; Sjálfsákvörðunarréttur aldraðra á stofnunum. Vilhjálmur var spurður hvort þetta erindi byggðist á nýjum rannsóknum.

Já, fyrir þremur árum mynduðum við Ástríður og María Sigurjónsdóttir geðlæknir rannsóknarhóp um sjálfræði aldraðra. Markmið hópsins var að kanna sjálfræði aldraðra í íslensku samfélagi á gagnrýninn hátt og koma með tillögur til úrbóta ef ástæða væri til. Við fengum til verksins styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra. Við skiptum rannsókninni upp í fjóra hluta, í fyrsta lagi greindum við hvað fælist í sjálfræðishugtakinu og hvað gæti helst ógnað því með sérstöku tilliti til aldraðra. Í öðru lagi könnuðum við lagalegt umhverfi aldraðra á Íslandi og fórum yfir lög og reglugerðir sem þá varða. Í þriðja lagi gerðum við úttekt á ýmsu opinberu efni sem varðar aðstæður aldraðra og veita upplýsingar um rannsóknarefnið. Í fjórða og síðasta lagi útbjuggum við spurningalista sem voru lagðir fyrir vistmenn á nokkrum vistheimilum fyrir aldraða hér á landi. Einnig voru lagðar spurningar fyrir starfsfólk á þeim sömu stofnunum. Við fengum einnig til verksins styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, en könnunina gerðu þær Ólafía Ása Jóhannesdóttir og Kristín S. Kristjánsdóttir, sem báðar eru nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar. Þess má geta að Gallup á Íslandi aðstoðaði við gerð spurningalista og úrvinnslu þeirra."

-Hverjar eru niðurstöðurnar?

"Niðurstöðurnar eru nýkomnar í hús ef svo má segja og í rauninni er öll raunveruleg vinnsla úr niðurstöðum könnunarinnar eftir, en á málþinginu munum við Ástríður reifa allra fyrstu vísbendingar sem könnunin veitir. Við munum taka dæmi sem gefa til kynna hvað áhrif vistmenn á umræddum stofnunum hafa á sitt nánasta umhverfi, hve miklu þeir ráða um hversdagslegar athafnir, t.d. hvenær þeir fara í bað o.s.frv., og um það hvort þeir hafi sjálfir tekið ákvörðun um að flytja inn á vistheimilið."

-Hver er þín skoðun á hver á að vera sjálfsákvörðunarréttur aldraðra?

"Mín skoðun er að samfélagið eigi að gera hverjum einstaklingi keift að vera þar sem hann sjálfur kýs svo lengi sem hann er um það fær. Samfélagið ætti að mínu mati að efla mjög aðstoð við aldrað fólk á heimilum sínum og við mættum gjarnan reyna að hugsa upp nýjar leiðir til þess að auðvelda fólki að vera heima ef það kýs það. Mér finnst einnig að við ættum að vera skapandi í því að móta hugmyndir um manneskjulegt umhverfi á vistheimilum fyrir þá aldraða sem þurfa eða vilja búa á slíkum heimilum."

-Hvað annað kemur fram á þessu málþingi?

"Fimm aðilar halda erindi á þinginu fyrir utan okkur Ástríði. Margrét Sigurðardóttir viðskiptafræðingur talar um forsendur sjálfsbjargarviðleitni aldraðra í íslensku samfélagi, ekki síst í fjárhagslegu tilliti. Gylfi Magnússon dósent flytur erindi sem hann kallar: Um aldursbindingu starfsloka og aldraða sem þiggjendur samfélagslegrar þjónustu". Sigríður Jónsdóttur yfirmaður Rannsókna- og þróunarsviðs Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar ætlar að fjalla um réttindi og réttleysi aldraðra kvenna. Þá mun Páll Hreinsson dósent kynna ný úrræði fyrir aldraða í lögræðislögunum, en þar ber hæst möguleikann á að fá sér skipaðan ráðsmann í fjármálum. Loks mun Helga Kress fjalla um þær hugmyndir um öldrun sem koma fram í bókmenntum. Hún mun ræða þau atriði sem bókmenntir tengja elli og öldrun og þann kynjamun sem í þessu má sjá. Málþing þetta er öllum opið og allir velkomnir. Þess má geta að framsögumenn munu ræða um efnið í pallborði eftir erindin og þá gefst áheyrendum kostur á að gera fyrirspurnir, fundarstjóri er Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi fréttamaður."