Frá afhendingunni til Umhyggju frá Kórdrengjafélagi Landakotskirkju.
Frá afhendingunni til Umhyggju frá Kórdrengjafélagi Landakotskirkju.
LANDAKOTSSÓKN endurvakti fyrir jólin þann sið sem kallaður hefur verið heimsókn vitringanna þriggja. Siðurinn er fólginn í því að söngvarar ganga hús úr húsi með uppljómaða stjörnu, segja í vísu eða ljóðum sögu vitringanna og biðja um gjafir.
LANDAKOTSSÓKN endurvakti fyrir jólin þann sið sem kallaður hefur verið heimsókn vitringanna þriggja.

Siðurinn er fólginn í því að söngvarar ganga hús úr húsi með uppljómaða stjörnu, segja í vísu eða ljóðum sögu vitringanna og biðja um gjafir. Þessi siður hefur víða verið endurvakinn upp á síðkastið og eru það hópar ungmenna sem verið hafa þar að verki og safnað gjöfum til styrktar nauðstöddu fólki og bágstöddum börnum.

Kórdrengjafélag Landakotskirkju safnaði að þessu sinni 49.500 krónum og gaf Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, allan ágóðann. Í fréttatilkynningu þakkar

Umhyggja Kórdrengjafélagi Landakotskirkju fyrir stuðninginn.