GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir í dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 20.30 vesturþýsku kvikmyndina "Die Brücke" (enskur texti) frá árinu 1959 og er hún sýnd til minningar um leikstjórann Bernhard Wicki sem lést 5. janúar sl.
GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir í dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 20.30 vesturþýsku kvikmyndina "Die Brücke" (enskur texti) frá árinu 1959 og er hún sýnd til minningar um leikstjórann Bernhard Wicki sem lést 5. janúar sl.

Myndin segir frá sjö 16 ára piltum sem kallaðir eru í þýska herinn á síðustu dögum seinni heimsstyrjaldar og fá þá skipun að verja brú eina en þar bíður þeirra aðeins vonlaus barátta við bandaríska skriðdreka.

"Die Brücke" vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi og hlaut m.a. Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda mynd og var tilnefnd til óskarsverðlauna í sama flokki. Myndin var jafnframt mjög umdeild sökum þess hve raunsæ og óvægin bardagaatriðin þóttu. Með eitt aðalhlutverkanna fer Fritz Wepper (Harry Klein) sem hér var að byrja leikferil sinn. Aðgangur er ókeypis.