Hasarmyndaleikstjórinn John Woo hefur gert þriggja ára samning við MGM-kvikmyndaverið og samkvæmt samningnum mun Woo leikstýra kvikmyndum og gera sjónvarpsefni fyrir fyrirtækið.
Hasarmyndaleikstjórinn John Woo hefur gert þriggja ára samning við MGM-kvikmyndaverið og samkvæmt samningnum mun Woo leikstýra kvikmyndum og gera sjónvarpsefni fyrir fyrirtækið. Woo var áður samningsbundinn Sony en hann gerði ekki neina kvikmynd fyrir fyrirtækið.

Fyrsta verkefni Woo hjá MGM verður njósnamyndin "Wind Talkers", en hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni og mun hasartöffarinn Nicolas Cage fara með aðalhlutverkið.