28. september 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Guðrún Arnardóttir í 7. sæti í Sydney

Vala fagnar Guðrúnu eftir hlaupið.
Vala fagnar Guðrúnu eftir hlaupið.
GUÐRÚN Arnardóttir varð í sjöunda sæti í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney í gær, hljóp á 54,63 sekúndum, sem er fjórði besti tími sem hún hefur náð. Guðrún hafði tilkynnt fyrir leikana að hún hygðist hætta og staðfesti það eftir hlaupið.
GUÐRÚN Arnardóttir varð í sjöunda sæti í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney í gær, hljóp á 54,63 sekúndum, sem er fjórði besti tími sem hún hefur náð.

Guðrún hafði tilkynnt fyrir leikana að hún hygðist hætta og staðfesti það eftir hlaupið. "Ég er sátt við mitt verk og get hætt afar sæl með mína frammistöðu á leikunum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og ég vona að allir heima séu ánægðir með það sem ég og aðrir úr íslenska íþróttahópnum höfum gert hér á leikunum og þá ber auðvitað bronsverðlaun Völu Flosadóttur hæst. Ég naut þess að gera mitt ýtrasta til þess að vera þjóð minni til sóma," sagði hún í samtali við Morgunblaðið.

Vala fagnaði Guðrúnu innilega að hlaupinu loknu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.