Boðið er upp á sumarhús allt árið í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi.
Boðið er upp á sumarhús allt árið í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi.
FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova hefur gert samninga við nokkrar stærstu sumarhúsakeðjur í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi og bjóða nú í fyrsta bjóða upp á sumarhús allt árið um kring í þessum löndum en einnig leiguflug eins og undanfarin ár.

FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova hefur gert samninga við nokkrar stærstu sumarhúsakeðjur í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi og bjóða nú í fyrsta bjóða upp á sumarhús allt árið um kring í þessum löndum en einnig leiguflug eins og undanfarin ár. Auk þess býður ferðaskrifstofan upp á stórar og fjölskylduvænar íbúðir á Spáni.

Terra Nova verður jafnframt með nýjar göngu- og reiðhjólaferðir um vinsælustu héruð Frakklands. Að sögn Dominique Plédel Jónsson, sölustjóra hjá Terra Nova, byggjast ferðirnar upp á léttri dagskrá sem hægt er að fara í á eigin spýtur eða í hóp, með eða án fararstjóra. "Farangur er fluttur á milli áfangastaða og gist á sveitahótelum. Þessar ferðir eru í samstarfi við fyrirtæki, sem er með hvað mesta reynslu á þessu sviði í Frakklandi," segir hún.

Einnig verður boðið upp á tungumálaskóla fyrir unglinga og fullorðna í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni.