Flogið verður til Rhodos frá og með páskum.
Flogið verður til Rhodos frá og með páskum.
SAMVINNUFERÐIR - LANDSÝN og Ferðaskrifstofa stúdenta bjóða upp á nýjan áfangastað í ár. "Nýi áfangastaðurinn er Rhodos á Grikklandi. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á ferðum til Grikklands.

SAMVINNUFERÐIR - LANDSÝN og Ferðaskrifstofa stúdenta bjóða upp á nýjan áfangastað í ár.

"Nýi áfangastaðurinn er Rhodos á Grikklandi. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á ferðum til Grikklands. Nú um jólin settum við í sölu siglingu um gríska eyjahafið og sú ferð seldist upp á einum degi, " segir Kristín Sigurðardóttur, sölustjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn, en bætir við að nú hafi verið ákveðið að bæta við sætum þannig að enn sé laust.

"Við verðum með leiguflug til Rhodos frá og með páskum en í sumar munum fljúga þangað hálfsmánaðarlega. Þá verðum við með eina rúmlega mánaðarferð þann 21. apríl til 28. maí.

Grikkland nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir en við vorum með ferðir þangað fyrir nokkrum árum. Það má eiginlega segja að það hafi verið kominn tími á Grikkland aftur.

Þá munum við leggja aukna áherslu á Ítalíu en vinsældir hennar færast sífellt í aukanna. Einnig verðum við með fjölmarga nýja gististaði í ár, meðal annars á Portúgal."