Regína Benedikta Thoroddsen fæddist í Reykjavík 30. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey.

En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi; og fjarlægð og nálægð fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. - Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Af eilífarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.)

En ástin er björt sem barnsins trú,

hún blikar í ljóssins geimi;

og fjarlægð og nálægð fyrr og nú

oss finnst þar í eining streymi.

Frá heli til lífs hún byggir brú

og bindur oss öðrum heimi. -

Sem kona hún lifði í trú og tryggð;

það tregandi sorg skal gjalda.

Við ævinnar lok ber ást og dyggð

sinn ávöxtinn þúsundfalda,

og ljós þeirra skín í hjartans

hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda.

Af eilífarljósi bjarma ber,

sem brautina þungu greiðir.

Vort líf, sem stutt og stopult er,

það stefnir á æðri leiðir.

Og upphiminn fegri en auga sér

mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.)

Ég kveð ástkæra vinu og þakka henni fyrir að hafa deilt af mannauði sínum og kærleika til mín og barna minna. Hjartahlýju hennar og manngæsku er sárt saknað af litlum sálum, sem eru vissar um að nú hafi englarnir eignast þann besta vin sem hægt er að hugsa sér.

Ásdís Eyþórsdóttir.

Ásdís Eyþórsdóttir.