OPIÐ hús, á vegum skógræktarfélaganna, verður í Mörkinni 6, stóra sal Ferðafélags Íslands, þriðjudaginn 27. mars og hefst dagskráin kl. 20. Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt, sýnir Alaskamynd sína.

OPIÐ hús, á vegum skógræktarfélaganna, verður í Mörkinni 6, stóra sal Ferðafélags Íslands, þriðjudaginn 27. mars og hefst dagskráin kl. 20. Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt, sýnir Alaskamynd sína. Einnig verður kynnt Alaskaferð Skógræktarfélags Íslands sem farin verður í haust.

Allir áhugamenn um skógrækt og Alaska eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Opnu húsin eru liður í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Umsjón hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur.