Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er lagt til að komið verði á fót erfðaefnisskrá lögreglu. Í skránni verða upplýsingar um erfðaefni afbrotamanna sem hlotið hafa dóm fyrir tiltekna alvarlega glæpi.

Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er lagt til að komið verði á fót erfðaefnisskrá lögreglu. Í skránni verða upplýsingar um erfðaefni afbrotamanna sem hlotið hafa dóm fyrir tiltekna alvarlega glæpi.

Hugmyndin er sú að hægt verði að bera sýni tekin af brotavettvangi saman við upplýsingar úr skránni þegar ekki er vitað úr hverjum þau koma. Á þá að koma í ljós með nokkuð mikilli vissu hvort maður sem áður hefur komist í kast við lögin hafi verið að verki. Eins getur skráin komið að gagni við að útiloka menn sem annars lægju undir grun.

Talið er að á hverju ári muni sýni úr 50-60 mönnum bætast við skrána.