GENGI krónunnar lækkaði um 1% í gær í tæplega 3 milljarða króna viðskiptum. Vísitala krónunnar endaði í 148,55 en byrjaði í 147,00.
GENGI krónunnar lækkaði um 1% í gær í tæplega 3 milljarða króna viðskiptum. Vísitala krónunnar endaði í 148,55 en byrjaði í 147,00. Gengishækkun undanfarna daga er því að nokkru leyti gengin til baka, en samt sem áður hefur gengi krónunnar hækkað um tæp 2% frá lægsta gildi sínu í síðustu viku.

Lítil viðskipti eru að baki lækkunarinnar í gær og samkvæmt upplýsingum frá millibankaborði Íslandsbanka er ljóst að þó nokkur skortur var á gjaldeyri. Fastlega megi gera ráð fyrir gjaldeyrisinnstreymi þegar vísitalan dregur nær 150, og að sama skapi virðist nokkur eftirspurn vera eftir gjaldeyri í kringum vísitölugildið 147.