Savíta er eftir Öddu Steinu Björnsdóttur . Margrét Laxness myndskreytti. Bókin er fjórða bókin í flokki um börn í fjarlægum löndum. Savíta er ellefu ára indversk stúlka sem hefur misst foreldra sína.
Savíta er eftir Öddu Steinu Björnsdóttur . Margrét Laxness myndskreytti. Bókin er fjórða bókin í flokki um börn í fjarlægum löndum.

Savíta er ellefu ára indversk stúlka sem hefur misst foreldra sína. Amma hennar, sem hún dvelst hjá, segir að það yrði gæfa hennar að fá eiginmann eftir tvö eða þrjú ár, einhvern sem ekki heimti heimanmund. Líklegt er að hún verði strax lofuð ekkjumanni með börn. Sjálf vill hún ekki giftast strax. Hana langar til að læra og geta síðar unnið fyrir sér. Hún á líka aðra ömmu með aðrar skoðanir.

Útgefandi er Æskan ehf. í samvinnu við Rauða kross Íslands. Bókin er 40 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 690 kr.