Geimeðlueggin er eftir Sigrúnu Eldjárn . Brjálaði vísindamaðurinn Tímóteus er að fara á ráðstefnu og biður Teit að gæta tilraunastofunnar á meðan. Það vefst ekki fyrir Teiti. Þangað til hann rekst á egg djúpt inni í dimmum skáp.
Geimeðlueggin er eftir Sigrúnu Eldjárn .

Brjálaði vísindamaðurinn Tímóteus er að fara á ráðstefnu og biður Teit að gæta tilraunastofunnar á meðan. Það vefst ekki fyrir Teiti. Þangað til hann rekst á egg djúpt inni í dimmum skáp. Og það er ekkert venjulegt egg! Eftir það dregst Teitur inn í atburðarás sem hann ræður ekki við og í hana blandast vinir hans af öðrum tímaskeiðum, fortíðarstrákurinn Narfi og framtíðarstúlkan Stella.

Geimeðlueggin er sjálfstætt framhald af fyrri bókum Sigrúnar Eldjárns, Teitur tímaflakkari og Teitur í heimi gulu dýranna.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 96 bls., prentuð í Gutenberg. Höfundur myndskreytti bókina og hannaði kápu. Verð: 2.290 kr.