19. febrúar 1991 | Innlendar fréttir | 587 orð

Tvö manndráp framin í Reykjavík um helgina og maður særði föður sinn með hnífi:

Andlega vanheilir einstaklingar játa á sig voðaverkin Kona sem áður hefur gerst sek um manndráp varð sambýlismanni sínum að bana TVÖ manndráp voru framin í Reykjavík um helgina. 24 ára gömul kona, Hafdís Hafsteinsdóttir, Melgerði 2, Kópavogi, fannst látin

Tvö manndráp framin í Reykjavík um helgina og maður særði föður sinn með hnífi:

Andlega vanheilir einstaklingar játa á sig voðaverkin

Kona sem áður hefur gerst sek um manndráp varð sambýlismanni sínum að bana

TVÖ manndráp voru framin í Reykjavík um helgina. 24 ára gömul kona, Hafdís Hafsteinsdóttir, Melgerði 2, Kópavogi, fannst látin á meðferðarheimili þroskaheftra við Njörvasund aðfaranótt laugardags ins. 28 ára maður, einnig þroskaheftur, hefur játað að hafa orðið henni þar að bana með hnífi.

Um klukkan 17 á sunnudag hringdi á Kleppsspítala 51 árs kona, sem 1975 var talin ósakhæf og dæmd til öryggisgæslu fyrir manndráp. Hún kvaðst hafa orðið tæplega 48 ára sambýlismanni sínum, Óskari Þórðar syni, að bana með hnífi á heimili þeirra í Bleikargróf 25 í Reykjavík.

Um miðnætti á föstudagskvöld stakk 24 ára maður, sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða, 57 ára gamlan föður sinn í brjósthol með hnífi og skildi hann eftir í blóði sínu á heimili þeirra í Austurbæn um. Faðirinn gat kallað eftir aðstoð í síma en var hætt kominn þegar lögreglu og sjúkralið bar að. Hann er úr lífshættu.

Í gærkvöldi var í undirbúningi krafa um gæsluvarðhald og geðrann sókn yfir 51 árs konunni sem banaði sambýlismanni sínum. Allt hefur fólkið gengist við þeim verkum, sem þau eru grunuð um. Maðurinn, sem varð ungu konunni að bana, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. apríl og skal hann einnig sæta geðrannsókn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maður inn, sem lagði til föður síns, fannst síðdegis á sunnudag í húsi í Reykjavík. Hann hefur verið úr skurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars og skal sæta geðrannsókn. Í gærkvöldi voru þau öll vistuð í Síðumúlafangelsi.

Klukkan rúmlega fimm síðastlið inn sunnudag var lögregla kölluð að Bleikargróf 25 í Reykjavík. Skömmu áður hafði 51 árs gamla konan hringt á Kleppsspítala og sagt hjúkrunar konu þar að hún hefði orðið sambýlis manni sínum að bana. Þegar að var komið var maðurinn látinn og hafði verið stunginn í kviðinn. Konan var á staðnum og játaði að hafa orðið honum að bana.

Kona þessi varð manni að bana í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík 25. október 1974. Þá var hún talin ósakhæf og var árið 1975 dæmd til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hún var leyst undan öryggisgæslu 1985. Á öryggisgæslutímanum dvaldi hún m.a. um skeið á stofnun í Svíþjóð. Á síðustu tveimur árum hefur hún að minnsta kosti tvisvar sært menn með því að leggja til þeirra hnífi; í annað skiptið var um að ræða þann mann sem hún hefur nú banað. Þá hefur hún verið kærð fyrir ofsafengna hegðun og fyrir að hafa í hótunum við fólk.

Seint á síðasta ári hélt þroska hefti maðurinn, sem nú hefur orðið mannsbani, barnungum pilti hjá sér klukkustundum saman á leikvelli við Barónsstíg. Barnið fannst heilt á húfi um miðja nótt eftir að björgun arsveitir höfðu verið kallaðar út til leitar.

Eins og greint var frá í Morgun blaðinu á sunnudag fannst unga konan látin í herbergi banamanns síns á sambýli þroskaheftra við Njörvasund aðfaranótt laugardags ins. Hennar hafði, samkvæmt heim ildum Morgunblaðsins, áður verið leitað í húsinu en árangurslaust. Hennar hafði verið saknað frá heim ili sínu í Kópavogi frá því á fimmtu dag. Við ítrekaða leit, sem gerð var þar sem sterkar líkur þóttu benda til að hún hefði verið í húsinu, fannst hún látin klukkan tæplega þrjú að faranótt laugardagsins. Áverkar eftir lagvopn voru á líki hennar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.