23. febrúar 1991 | Innlendar fréttir | 242 orð

Sigríður Snævarr afhenti

Svíakonungi trúnaðarbréf Sænska sjónvarpið sýndi athöfnina í fréttatíma SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr afhenti í gær Karli Gústafi sextánda Svía konungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Svíþjóð. Sænska sjónvarpið fylgdist með atburðinum og sýndi hann í

Sigríður Snævarr afhenti

Svíakonungi trúnaðarbréf

Sænska sjónvarpið sýndi athöfnina í fréttatíma

SIGRÍÐUR Ásdís Snævarr afhenti í gær Karli Gústafi sextánda Svía konungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Svíþjóð. Sænska sjónvarpið fylgdist með atburðinum og sýndi hann í fréttatíma í gær kvöldi en það mun vera í fyrsta skipti sem athöfn við afhendingu trúnaðarbréfs er sjónvarpað þar í landi.

Sigríður sagði í samtali við Morg unblaðið í gær, að fylgt væri gam alli og hefbundinni siðvenju við af hendingu trúnaðarbréfs í Svíþjóð. "Hámeistari frá hirðinni sótti mig og sendiráðsritarann og fylgdi okkur í utanríkisráðuneytið, þar sem ég átti fund með fulltrúum þess. Því næst fór ég í hestvagni frá ráðuneyt inu yfir brúna til hallarinnar. Þar afhenti ég konungi trúnaðarbréf mitt," sagði Sigríður.

"Þetta var stórkostleg stund og táknræn athöfn. Siðvenjur við af hendingu trúnaðarbréfs eru mjög mismunandi eftir löndum en kjarn inn er alltaf sá trúnaður sem bund inn er við afhendingu skilríkja sem sýna að maður njóti trúnaðar síns þjóðhöfðingja og ríkisstjórnar. Kon ungi tók á móti mér og bauð mig velkomna sem sendiherra Íslands."

Sigríður sagði að hugmyndin að sjónvarpsupptökunni hefði komið frá fulltrúa konungshirðarinnar, sem hefði viljað sýna hvernig þessi at höfn færi fram. Fylgdust sjónvarps menn með för Sigríðar til konungs hallarinnar og móttökunni.

Morgunblaðið/Leif R. Jansson Sigríði Snævarr sendiherra var ekið í hestvagni til konungshall arinnar þegar hún afhenti Svía konungi trúnaðarbréf sitt í gær.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.