7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd

Nýr starfsmaður TölvuMynda hf.

ÓLAFUR Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs TölvuMynda hf. Starfið, sem er nýtt hjá TölvuMyndum, felst í uppbyggingu sjálfstæðs ráðgjafarsviðs fyrirtækisins. Ólafur fæddist 11. mars 1964.
ÓLAFUR Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs TölvuMynda hf. Starfið, sem er nýtt hjá TölvuMyndum, felst í uppbyggingu sjálfstæðs ráðgjafarsviðs fyrirtækisins. Ólafur fæddist 11. mars 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Kópavogi 1984 og prófi í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands 1987. Þá lauk hann löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2000.

Frá árinu 1987-1997 vann Ólafur hjá TölvuMyndum að ýmsum verkefnum, m.a. hugbúnaðargerð, verkefnastjórnun, uppsetningu og rekstri tölvukerfa og deildarstjórn. Síðastliðin 5 ár hefur Ólafur unnið við stjórnun hugbúnaðardeildar TölvuMynda sem hafði fjármálamarkaðinn sem kjörsvið. Deildin var rekin sem sjálfstæð eining og verkefni Ólafs voru stjórnun og uppbygging hennar með ábyrgð á stefnumótun, rekstri, bókhaldi, fjármálum, starfsmannamálum, samningagerð, erlendum samskiptum o.fl. Um áramótin 2000/2001 var stofnað um reksturinn dótturfyrirtækið Fjármálalausnir ehf. og starfaði Ólafur sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar til hann tók við hinu nýja starfi. TölvuMyndir og síðar Fjármálalausnir hafa verið leiðandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað frá árinu 1996. Hjá Fjármálalausnum störfuðu 43 starfsmenn um síðastliðin áramót. Ólafur er kvæntur Kristínu Eysteinsdóttur tölvunarfræðingi og eiga þau fjögur börn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.