Albert Már Steingrímsson
Albert Már Steingrímsson
ALMAR Grímsson er maður mikillar reynslu og þekkingar. Hann hefur bæði metnað og tíma til að stunda þá fjölbreyttu og krefjandi vinnu, sem starf bæjarfulltrúa er.

ALMAR Grímsson er maður mikillar reynslu og þekkingar. Hann hefur bæði metnað og tíma til að stunda þá fjölbreyttu og krefjandi vinnu, sem starf bæjarfulltrúa er. Hann er skipulagður í vinnubrögðum og afkastamikill, eins og sést af löngum og farsælum starfsferli hans.

Í starfi sínu sem lyfjafræðingur hefur Almar sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum hér heima og erlendis. Einnig á sviði líknarmála. Hann var um árabil embættismaður í Heilbrigðisráðuneytinu og fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þá hefur hann verið öflugur liðsmaður Krabbameinsfélags Íslands og var formaður þess í fjögur ár. Einnig hefur hann verið í stjórn Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslands og var frumkvöðull í að koma á ungmennaskiptum við íslenska þjóðarbrotið í Vesturheimi.

Þarna er á ferðinni maður með mikla yfirsýn og dugnað. Það er mikill fengur fyrir Hafnarfjörð að fá Almar til starfa fyrir bæjarfélagið, og ég skora því á Hafnfirðinga að veita honum öflugan stuðning í prófkjörinu 16. febrúar n.k.

Albert Már Steingrímsson kaupmaður skrifar: