Hestamenn hafa átt góða daga á ísilögðum vötnum. Hér fara fjórir knapar á færleikum sínum um Rauðavatn.
Hestamenn hafa átt góða daga á ísilögðum vötnum. Hér fara fjórir knapar á færleikum sínum um Rauðavatn.
FYRSTA vetrarmót Geysis í Rangárvallasýslu var haldið á Gaddstaðaflötum á laugardaginn í ágætis veðri, prýðisgóð þátttaka og hestakostur afar góður. Sérstaklega vakti sigurvegari í atvinnumannaflokki, Skrúður frá Skrúði, mikla athygli.

FYRSTA vetrarmót Geysis í Rangárvallasýslu var haldið á Gaddstaðaflötum á laugardaginn í ágætis veðri, prýðisgóð þátttaka og hestakostur afar góður. Sérstaklega vakti sigurvegari í atvinnumannaflokki, Skrúður frá Skrúði, mikla athygli. Hann er undan Kolbeini frá Vallanesi sem er aftur undan Kolfinni frá Kjarnholtum en móðir Skrúðs er undan Borgfjörð frá Hvanneyri. Skrúður er svartur að lit, mjög faxprúður og hágengur rýmishestur og verður stefnt með hann á landsmót í sumar. Eigandinn er Malin Ramm sem sat hestinn en hún er sænsk en hefur verið hér á landi í sex ár og unnið við tamningar. Hún er félagi í Geysi og mun væntanlega tefla honum fram á móti félagsins í vor þegar valdir verða gæðingar á landsmót.

Þetta er upphaf þriggja móta raðar og verður næsta mót 9. mars á Gaddstaðaflötum en þann dag halda Geysismenn árshátíð sína um kvöldið. Síðasta mótið verður svo 13. apríl en þá verða veitt verðlaun fyrir hvern flokk. Helga Fjóla Guðnadóttir, formaður Geysis, sagði að í barna- og unglingaflokki væru knaparnir verðlaunaðir en í fullorðinsflokkunum tveimur væru það hestarnir sem væru verðlaunaðir. Þannig geta þrír knapar mætt með sama hestinn á sitt hvert mótið og hann orðið stigahæstur en úrslit fyrsta mótsins urðu annars sem hér segir:

Barnaflokkur

1. Inga B. Gíslad. á Úlfi frá Hjaltastöðum

2. Rakel N. Kristinsdóttir á Gyrði frá Skarði

3. Lárus Guðmundsson á Garpi frá Stykkishólmi

4. Ragnheiður Ársælsdóttir á Framtíð frá Fróðholti

5. Ragnheiður Hallgrímsdóttir á Hersi frá Þverá, Skíðdal

Unglingar

1. Jóhanna Þ. Magnúsdóttir á Ófeigi frá Árbakka

2. Helga B. Helgadóttir á Glymi frá Kirkjubæ

3. Elín H. Sigurðardóttir á Kjarna frá Flögu

4. Hildur Ágústsdóttir á Vopna frá Fíflholti

5. Katla Gísladóttir á Spennu frá Leirubakka

Áhugamenn

1. Gunnar Rúnarss. á Brúnku frá Svínhaga

2. Katla Gísladóttir á Kolskör frá Flugumýrarhvammi

3. María Birkines á Regin frá Sigmundarstöðum

4. Ásmundur Pálss. á Nótt frá Hrafntóftum

5. Súsanna Hermanns á Eldingu frá Lambhaga

Atvinnumennn

1. Malin Ramm á Skrúði frá Skrúði í Reykholtsdal

2. Ísleifur Jónasson á Fána frá Kálfholti

3. Kristjón Kristjánsson á Víglundi frá Fíflholti

4. Sissel Tweten á Fannari frá Akranesi

5. Þorvaldur Þorvaldsson á Gelli frá Árbakka

Skagamenn komnir í gang

Töltmóti á Æðarodda á Akranesi sem halda átti 2. febrúar var frestað vegna veðurs en var haldið um helgina. Þar var aðeins um forkeppni að ræða en gefnar einkunnir og þrír efstu hlutu verðlaun. Hér er um mótaröð að ræða eins og hjá Geysismönnum og verður sá verðlaunaður sérstaklega er flest stig hlýtur að loknum þremur mótum. Aðeins var keppt í einum flokki og urðu úrslit sem hér segir:

Opinn flokkur

1. Ingibergur Jónss. á Ísak frá Akranesi, 6,5

2. Ólafur Guðmundsson á Ljósvaka frá Vatnsleysu, 6,4

3. Linda Reynisdóttir á Garpi, 5,7

Um helgina næstu verður félagsmót hjá Fáki en auk þess hugðust þeir halda opið mót í skeiði og jafnvel tölti á Rauðavatni en það virðist nú í uppnámi með snarlega breyttu hitastigi og roki og rigningu.