"ÍSLANDS Hrafnistumenn" halda hátíð sína í dag, sjómannadaginn. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík árið 1938 en á fáum árum breiddist hann út um öll sjávarpláss og er þar víða mestur hátíðisdagur að jólum undanskildum.
"ÍSLANDS Hrafnistumenn" halda hátíð sína í dag, sjómannadaginn. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík árið 1938 en á fáum árum breiddist hann út um öll sjávarpláss og er þar víða mestur hátíðisdagur að jólum undanskildum. En íslenskir sjómenn hafa síðan þá lifað tímana tvenna. "En þó tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt - eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið," eins og segir í ljóði Arnar Arnarsonar "Hrafnistumenn" sem er óbeinn einkennissöngur sjómannadagsins.