STAÐFEST hefur verið að breska hljómsveitin Travis muni halda tónleika í Laugardalshöll 4. júlí. Travis hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og tvívegis verið kosin besta breska hljómsveitin af Brit Awards.

STAÐFEST hefur verið að breska hljómsveitin Travis muni halda tónleika í Laugardalshöll 4. júlí. Travis hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og tvívegis verið kosin besta breska hljómsveitin af Brit Awards. Nýlega var hljómsveitin tilnefnd til Ivor Novello-verðlaunanna fyrir besta lagið, "Side", en árið 1999 fékk einn hljómsveitarmeðlimanna, Fran að nafni, þessi verðlaun sem besti lagasmiðurinn og fyrir besta lagið, "Why Does It Always Rain On Me". Í fyrra fékk plata hljómsveitarinnar, "The Invisible Band", TOTP verðlaunin sem besta platan. Árið 2001 vann Travis kosningu MTV áhorfenda sem "Best MTV performance".

Hljómsveitin kemur fram sem aðalhljómsveitin á Hróarskelduhátíðinni í sumar og fer þaðan til Noregs og kemur síðan hingað til lands.