4. júní 2002 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

133 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Reykjavík

MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 156. sinn 31. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 133 stúdentar, 7 úr fornmáladeild, 17 úr nýmáladeild, 48 úr eðlisfræðideild og 61 úr náttúrufræðideild.
MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 156. sinn 31. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 133 stúdentar, 7 úr fornmáladeild, 17 úr nýmáladeild, 48 úr eðlisfræðideild og 61 úr náttúrufræðideild. 6 nemendur hlutu ágætiseinkunn og hæstu einkunn á stúdentsprófi náði Martin Ingi Sigurðsson, eða 9,34, og er hann dúx árgangsins. Semidúxinn er Katrín Guðlaugsdóttir og hlaut hún einkunnina 9,26. Höskuldur Pétur Halldórsson, nemandi í 3. bekk, fékk hæstu einkunn á ársprófi, ágætiseinkunn 9,9 og er hann dux scholae í ár. Fjölmargir nemendur voru heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur og við athöfnina söng Kór Menntaskólans í Reykjavík.

Í skólaslitaræðu sinni vék Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að húsnæðisvanda skólans. Í máli hans kom fram að 15. apríl síðastliðinn stóðu Skólafélag MR, Framtíðin og foreldrafélag MR fyrir fjölmennum fundi um húsnæðismál skólans í Ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddum menntamálaráðherra, borgarstjóra og borgarfulltrúum. Þar voru stjórnmálamenn hvattir til að slíðra sverðin og leita leiða til að fjármagna framkvæmdir og var meðal annars vísað til þess að menningarsöguleg verðmæti lægju undir skemmdum auk þess sem skólinn væri stærsti vinnustaðurinn í miðborg Reykjavíkur. Sagði Yngvi það vera ánægjuefni að sjá foreldra og nemendur leggja skólanum lið með þessum hætti, en pattstaða hefur verið í málinu um skeið vegna ágreinings ríkis og borgar um þátttöku í kostnaði. Í vetur samþykkti borgarstjórn tillögu borgarstjóra um styrk til skólans og er það von Yngva að þar með hafi verið stigið fyrsta skref til sátta.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.