Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Geitdal í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 9. ágúst 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 29. nóvember.

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði' er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.)

Elsku mamma.

Hin langa þraut er liðin,

nú loksins hlauztu friðinn,

og allt er orðið rótt,

nú sæll er sigur unninn

og sólin björt upp runnin

á bak við dimma dauðans nótt.

Fyrst sigur sá er fenginn,

fyrst sorgar þraut er gengin,

hvað getur grætt oss þá?

Oss þykir þungt að skilja,

en það er Guðs að vilja,

og gott er allt, sem Guði' er frá.

Nú héðan lík skal hefja,

ei hér má lengur tefja

í dauðans dimmum val.

Úr inni harms og hryggða

til helgra ljóssins byggða

far vel í Guðs þíns

gleðisal.

(V. Briem.)

Takk fyrir allt sem við áttum saman. Þitt ljós mun lýsa í hjarta mínu um ókomna tíma.

Guð geymi þig en ég varðveiti minningu þína.

Þín dóttir

Guðríður.

Guðríður.