SAMKEPPNISRÁÐ telur að almennir þjónustuskilmálar fyrir sjóflutninga sem Samband íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) gaf út brjóti gegn samkeppnislögum en veitti engu að síðar undanþágu frá ákvæðum laganna, gegn því að skilmálarnir setji kaupskipaútgerðum...

SAMKEPPNISRÁÐ telur að almennir þjónustuskilmálar fyrir sjóflutninga sem Samband íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) gaf út brjóti gegn samkeppnislögum en veitti engu að síðar undanþágu frá ákvæðum laganna, gegn því að skilmálarnir setji kaupskipaútgerðum engar takmarkanir varðandi þjónustu eða verð sem þær bjóða.

Samkeppnisráð tók málið til umfjöllunar eftir að erindi barst frá SÍK um að til stæði að setja slíka skilmála. Sambandið taldi skilmálana ekki hamla samkeppni en til vara var óskað eftir undanþágu. Í erindinu kom fram að SÍK hefði unnið að því að setja saman drög að almennum þjónustuskilmálum kaupskipa utan sjálfs sjóflutningsins. Staðan væri sú að engin lög eða reglur giltu um þá þjónustu sem kaupskipaútgerðir veita, þegar sjóflutningum sleppir. Samkeppnisráð veitti undanþágu gegn því að skilmálarnir settu engar takmarkanir varðandi þjónustu og verð. Þá er aðildarfélögum SÍK með öllu óheimilt að miðla viðskiptalegum upplýsingum sín á milli eða hafa með sér hvers konar samvinnu um verð eða aðra viðskiptaskilmála.