Bandaríska parið er það kom niður að Skógum í gærkvöldi, Mark Christopher Dancigers og Ariana S. Falk. Ekkert amaði að þeim, utan þess að vera orðin köld og matarlítil. Þau stefna að því að fara af landi brott í dag.
Bandaríska parið er það kom niður að Skógum í gærkvöldi, Mark Christopher Dancigers og Ariana S. Falk. Ekkert amaði að þeim, utan þess að vera orðin köld og matarlítil. Þau stefna að því að fara af landi brott í dag.
BANDARÍSKIR ferðamenn, par á þrítugsaldri, fundust í svonefndum Baldvinsskála neðarlega á Fimmvörðuhálsi síðdegis í gær eftir stutta leit um 40 björgunarsveitarmanna af Suðurlandi.

BANDARÍSKIR ferðamenn, par á þrítugsaldri, fundust í svonefndum Baldvinsskála neðarlega á Fimmvörðuhálsi síðdegis í gær eftir stutta leit um 40 björgunarsveitarmanna af Suðurlandi.

Ekkert amaði að fólkinu að öðru leyti en því að það var orðið kalt og matarlítið. Þau biðu björgunar í þrjá sólarhringa í skálanum þar sem þau rammvilltust í svartaþoku og treystu sér ekki til byggða af þeim sökum. Var parinu fylgt niður að Skógum af björgunarsveitarmönnum frá Vík í Mýrdal. Þaðan fylgdi lögreglan parinu áleiðis til Reykjavíkur í gærkvöldi og síðan lá leiðin til Keflavíkur þar sem það ætlaði að gista í nótt.

Leit hófst að fólkinu síðdegis í gær að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli en bílaleigubíll þess fannst yfirgefinn við tjaldstæðið við Skógá. Parið átti bókað flugfar úr landi á sunnudag en mætti ekki til flugsins.

Að sögn Gils Jóhannssonar, lögregluvarðstjóra á Hvolsvelli, kom parið til Skóga sl. fimmtudag og gisti næstu nótt á tjaldstæðinu við Skógafoss. Á föstudeginum fóru þau í göngu upp með Skógá í blíðviðri og ætluðu á Fimmvörðuháls til að sjá Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul berum augum. Eftir því sem ofar dró versnaði skyggnið og um kvöldið var komin svartaþoka.

Gerðu hið eina rétta

Gils segir að þau hafi komið fljótlega að Baldvinsskála en þurft að brjóta sér leið inn. Voru þau án fjarskiptabúnaðar og ákváðu að láta fyrir berast í skálanum. Gils segir þau hafa verið ágætlega útbúin að öðru leyti, með svefnpoka, góðan fatnað og einhverjar matarbirgðir.

"Þau voru að verða matarlaus og tóku hraustlega til matar síns þegar björgunarsveitarmennirnir komu í skálann. Þau gerðu hið eina rétta með því að halda kyrru fyrir. Okkur var ekki farið að lítast á blikuna því svæðið þarna er erfitt yfirferðar og þekkt veðravíti," segir Gils sem reiknar með því að bandaríska parið fari utan í dag.