10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 63 orð | 1 mynd

Burtfararprófstónleikar Gísla Jóhanns

Gísli Jóhann Grétarsson gítarleikari heldur burtfararprófstónleika í Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 15.30. Gísli hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Kristjáns Þ. Bjarnasonar.
Gísli Jóhann Grétarsson gítarleikari heldur burtfararprófstónleika í Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 15.30. Gísli hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Kristjáns Þ. Bjarnasonar. Í vor lýkur hann námi við Menntaskólann á Akureyri af tónlistarbraut. Á tónleikunum leikur hann verk eftir H. Villa-Lobos, I. Albeniz, J.S. Bach og F. Sor. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir segir í frétt um tónleikana.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.