18. maí 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Hlustað á Geysi

"ÉG HLUSTA stundum á Geysi. Maður heyrir svona dynki áður en hann gýs. Stundum á maður fótum sínum fjör að launa, maður verður að vera snöggur til," segir Már Sigurðsson, eigandi Hótels Geysis í Haukadal.
"ÉG HLUSTA stundum á Geysi. Maður heyrir svona dynki áður en hann gýs. Stundum á maður fótum sínum fjör að launa, maður verður að vera snöggur til," segir Már Sigurðsson, eigandi Hótels Geysis í Haukadal. Hann segir virknina á hverasvæðinu mikla núna og Geysi kjósa fjórum sinnum á dag.

"Geysir er í fullu fjöri, mjög góður. Virknin er alltaf að verða meiri og meiri á hverasvæðinu, ég finn mikinn mun á því. Það er bæði meira vatn á svæðinu og meiri virkni. Það bullar og kraumar hér meira en nokkurn tíma áður."

Geysir byrjar daginn á því að gjósa og safnar svo orku í næsta gos til hádegis. Þá segir Már að hann gjósi einnig síðdegis og svo á kvöldin. Misjafnt er hvað vatnsstrókurinn er hár, hann er ýmist 30-40 metrar en fer allt niður í 15 metra. Hæðin fer m.a. eftir vindátt. "Ferðamannastraumurinn er farinn að aukast töluvert mikið og ég á von á góðu sumri," segir Már. "Íslendingar eru farnir að koma mikið við hérna, sérstaklega eftir að Geysir tók við sér aftur.

Ég fylgist vel með Geysi, hann er lífæðin hjá okkur." Hann sagði veðrið í gær eins og það gerist best á Mallorca.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.