HANDKNATTLEIKSDEILD kvenna hjá ÍBV hélt sinn árlega bryggjudag sl. laugardag í einmuna blíðu og muna elstu Eyjamenn ekki annað eins í mörg ár. Slíkur var hitinn að fólk klæddist að suðrænum sið í nokkra daga kringum síðustu helgi.
HANDKNATTLEIKSDEILD kvenna hjá ÍBV hélt sinn árlega bryggjudag sl. laugardag í einmuna blíðu og muna elstu Eyjamenn ekki annað eins í mörg ár. Slíkur var hitinn að fólk klæddist að suðrænum sið í nokkra daga kringum síðustu helgi. Mikið var að gera hjá handknattleiksfólkinu við sölu á alslags sjávarfangi og var verðið á afurðunum ekki til þess að hrinda fólki frá. Að sögn Hlyns Sigmarssonar frá handknattleiksdeildinni tókst bryggjudagurinn með eindæmum vel, enda gátu gestir skemmt sér við músík í kaffitjaldi þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.