SKRIFAÐ hefur verið undir samning um sölu á Hitaveitu Dalamanna til RARIK. Kaupverðið er 145 milljónir. Mun orkuverð hækka um 9% fyrsta september en ekki hækka umfram verðlagsbreytingar eftir það. Mikill styr hefur staðið um sölu Hitaveitu Dalabyggðar.

SKRIFAÐ hefur verið undir samning um sölu á Hitaveitu Dalamanna til RARIK. Kaupverðið er 145 milljónir. Mun orkuverð hækka um 9% fyrsta september en ekki hækka umfram verðlagsbreytingar eftir það.

Mikill styr hefur staðið um sölu Hitaveitu Dalabyggðar. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort eða hverjum eigi að selja hana. Áður hafði verið áformað að selja Orkubúi Vestfjarða hitaveituna, en miklar deilur spunnust af því og á borgarafundi í vor var svo ákveðið að hætta við söluna og halda veitunni í eigu Dalamanna. Kannaðir voru möguleikar á endurfjármögnun en það gekk ekki upp og sl. miðvikudagskvöld skrifuðu undir sölu á hitaveitunni þeir Haraldur L. Haraldsson sveitarstjóri Dalabyggðar, Þorsteinn Jónsson oddviti og Steinar Friðgeirsson framkvæmdastjóri tæknisviðs RARIK. Upphæð söluverðs er 145 miljónir og tekur RARIK við rekstrinum 29. ágúst nk.

Eru í samningunum ákvæði um fyrirvara samþykkis fjármála- og iðnaðarráðherra á kaupunum og staðfestingu meirihluta sveitarstjórnar á samningnum. Mun þá einnig starfsvið RARIK í Búðardal verða tryggt.

Meirihluti sveitarstjórnar, L-listinn í Dalabyggð, klofnaði og að sögn voru menn ekki á eitt sáttir við aðferðafræðina sem notuð var. Haraldur L. Haraldsson sveitarstjóri telur góða von um að sátt náist í þessu máli.

Búðardal. Morgunblaðið.